Viðburðurinn Bara það besta – Markmið Árangur Hamingja var haldin þann 28. janúar síðastliðinn í Bíó Paradís. Fullt var út úr dyrum og gríðarleg ánægja meðal gesta.

Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við viðburði þann 17. febrúarí Egilshöll frá kl 12:00-16:00.

„Takk kærlega fyrir frábæra og fjölbreytta fyrirlestra😃 Ást á ykkur fyrir að auðga líf mitt❤️“ – Þóranna Kjartansdóttir, gestur á BÞB, janúar, 2018.

“Fyrirlestrarnir voru mjög eflandi og inspírandi. Rosalega flott og ég mæli með þessu í allra eyru. Hvet alla til að kíkja þann 17. febrúar. Takk fyrir þetta frábæra framtak!” – Einar Bárðarson, gestur á BÞB, janúar, 2018.

Miðasölu á viðburðinn má finna HÉR – og svo má líka finna viðburðinn á FACEBOOK.

Tveir nýir fyrirlesarar koma með sitt innlegg frá fyrri viðburði.

“Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja!” er ráðstefna til að fræða og peppa þig áfram til að komast í þitt besta form andlega og líkamlega. Átta fyrirlesarar úr ólíkum áttum munu segja frá því hvað hjálpar þeim dagsdaglega að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Vertu hjartanlega velkomin Takmarkaður miðafjöldi í boði.

Við tölum um allt frá markmiðasetningu, mataræði, svefnvenjum, núvitund og hvernig þú virkjar þig til þinnar hæstu tíðni. Kveikjum saman hugmyndir og neista til að gera 2018 að þínu besta ári. Þessir fyrirlestrar eru í boði:

1. Leitaðu ekki lengra – Þú ert hetjan í þínu lífi – Ólafur Stefánsson
2. Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, annars finnurðu bara afsökunina – Vilborg Arna Gissuradóttir
3. Spírallinn: Að snúa vítahring yfir í himnahring – Helgi Jean Claessen
4. Leiðin að hjartanu – Þakklæti, kakóbollar og vatnsföstur – Júlía Óttarsdóttir
5. Hættu að væla og farðu að kæla. – Vilhjálmur Andri Einarsson
6. Svefninn sem lykill að andlegri og líkamlegri heilsu – Erla Björnsdóttir
7- Leiðin að markmiðinu – Vökvaðu bestu fræin þín – Gerðu það sem þú vilt. – Matti Ósvald
8. Til að halda spennu – kynnum við síðasta fyrirlesarann ekki strax. Fylgstu með …Sjá nánar um fyrirlestrana hér að neðan.

1. Leitaðu ekki lengra – Þú ert hetjan í þínu lífi – Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson var sigursæll á sínum ferli í handbolta – og mun hann segja frá hvernig hann fann hetjuna í sínu eigin hjarta. Og hvernig þú getur gert það líka.
Ólafur var fjórum sinnum valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Hann vinnur nú með KeyWe – sem færir menntun barna í átt til hjartans og ímyndunaraflsins.

2. Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, annars finnurðu bara afsökunina – Vilborg Arna Gissuradóttir.
Vilborg ætlar að segja frá hvernig hún sigraðist á sínu stærsta markmiði. Að sjá sólarupprásina á Everest, hæsta fjalli heimsins. Ótrúlegur sigur mannsandans.
Vilborg á að baki afrek á heimsmælikvarða í fjalla- og pólförum. Hún er með BA í Ferðamálafræði og MBA frá Háskóla Íslands.

3. Að snúa vítahring yfir í himnahring – Helgi Jean Claessen.
Að vera fastur í viðjum vítahrings skapast af sektarkennd og skömm. Að snúa við úr háttum fórnarlambsins til heilarans– leyfir þér að lifa lífi með tilgangi og gleði í himnahringnum.
Helgi Jean er með tvær MSc gráður á sviði markaðsfræða og stjórnunar. Hann er rithöfundur og útgefandi – og með óbilandi áhuga á mannlegu hlið tilverunnar.

4. Leiðin að hjartanu – Þakklæti, kakóbollar og vatnsföstur – Júlía Óttarsdóttir
Júlía ætlar að segja frá hvernig hún fann leiðina að sínum dýpstu og mýkstu hjartarótum með kakóbollum, vatnsföstum og þakklæti.
– Júlía Óttarsdóttir er brautryðjandi á Íslandi í kakóseremóníum – sem byggjast á kærleiksríkri leiðsögn í hugleiðslu, söng, dansi og styrkjandi samveru.

5. Hættu að væla og farðu að kæla – Vilhjálmur Andri Einarsson
Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann missti 30 kíló – og fann frið frá verkjum sem höfðu plagað hann til fjölda ára.
Vilhjálmur Andri er núverandi Íslandsmeistari í ísbaði. Hann er „Life coach“ – og einn fyrsti Íslendingurinn til að læra af Wim Hoff.

6. Svefninn sem lykill að andlegri og líkamlegri heilsu – Erla Björnsdóttir
Hvað er svefn? Hvað þurfum við mikið af honum? Erla talar um hvernig svefninn er besta leiðin til að finna andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Erla Björnsdóttir hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Hún er stofnandi Betri svefns.

7. Vökvaðu bestu fræin þín – Leiðin að markmiðinu – Gerðu það sem þú vilt. – Matti Ósvald
Matti hefur einstaka trú á fólki og að það búi sjálft yfir því sem þarf til að komast að sínum besta eða betri áfangastað. Hann sýnir hvernig fólk getur verið meira og meira það sjálft í öllu því sem það mætir í daglegu lífi og á vinnustað.
Matti vinnur með markþjálfun, auk fyrirlestra, fyrir Ljósið stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, einstaklinga í starfsendurhæfingu og skjólstæðinga hjá Virk ásamt stjórnendum í bæði fyrirtækjum og bæjarstjórnum.

8. Til að halda smá spennu fyrir viðburðinn – ætlum við að geyma að kynna áttunda fyrirlesarann … fylgist með … 🙂

Miðasölu á viðburðinn má finna HÉR – og svo má líka finna viðburðinn á FACEBOOK.