Rae Pica skrifaði áhugaverða grein um það hversu mikil áhrif það að vera berfættur hefur á heilsu og huga. Við þýddum grein sem hún skrifaði – sem er alveg frábær.

Móðir mín varð alveg vitlaus þegar ég fór út berfættur sem krakki. Hún gerir það enn – því að ég er bara í sokkum á haustin og veturna, en er berfættur það sem eftir er ársins!

Ég höndlaði bara ekki að vera bundinn af skónum mínum og ég hef lengi barist fyrir því að börn eigi ekki að vera í þeim. Eins og ég skrifaði í fyrstu útgáfu handbókarinnar minnar:

“Börn hafa notað íþróttaskó í svo langan tíma að við virðumst hafa gleymt því að fætur hafa vitsmunalegan tilgang. Fætur geta verið notaðir til að grípa gólfið fyrir aukinn styrk og jafnvægi, og mismunandi hlutar fótarins (tær, hæll, o.s.frv) geta betur nýst og verið notaðir til skynbragðs þegar fæturnir eru berir. Til viðbótar við það þá eru rannsóknir sem benda til þess að það að vera berfættur styrkir fæturnar og réttir strúktúr líkamans. Ung börn eru með náttúrulega tengingu fyrir jörðinni sem er hægt að margfalda með því að fjarlægja alla fyrirstöðu milli þess og fótanna þeirra.”

Það er ekki mikið sem kemur á óvart við þetta, en það gæti komið þér á óvart er að það eru til vísindalegar sannanir fyrir því að það að vera berfættur er betra. Það er t.d. mikilvægt fyrir þróun taugakerfisins og ákjósanlegustu þróun heilans að auki! Það kemur í ljós að fætur eru með flestar taugar af nokkrum stað í líkamanum, sem þýðir að þeir eru hluti þess sem býr til taugabrautir heilans. Þ.a.l., með því að umvefja fæturna á börnunum okkar með skóm, þá erum við að loka fyrir alls kyns tækifæri fyrir þau til að búa til nýjar taugatengingar.

Það eru að sjálfsögðu áhyggjur foreldra og kennara sem halda fótum barna okkar í fangelsi. Ein algeng áhyggja er að börn muni komast í snertingu við sýkla með því að vera berfætt. (Það er aðal áhyggjuefni móður minnar.) En húðin okkar er hönnuð til að halda sýklum úr líkama okkar. Við erum í mun meiri hættu að verða veik við það að snerta eitthvað með höndunum okkar, sem komast í snertingu við svo marga mismunandi hluti á ekki meira en einum degi. Við myndum aldrei skipa krökkunum okkar að vera í hönskum allan daginn bara til að forðast sýkla!

Næsta áhyggjuefnið eru meiðsli. En það að vera berfættur styrkir botn fótsins. Svo framarlega sem börn eru ekki að labba í gegnum vinnusvæði sem er fullt af nöglum, þá eru líkurnar að þau meiði sig mjög litlar.

Sannleikurinn er að margir skurðlæknar halda því fram að skór geti verið skaðlegri fyrir börn heldur það að vera berfætt. Fætur eiga að fá að þróast eðlilega, í staðinn fyrir að skór móti lögun þeirra. Einnig þá geta skór oft heft hreyfingu fótanna og geta haft neikvæð áhrif á göngu, jafnvægi, skynbragðs þróun og hvernig líkami okkar skynjar umhverfið í kringum sig.

Ef þú hefur áhyggjur af óreiðunni sem gæti mögulega myndast við það að fjöldinn allur af börnum taki af sér skóna og sokkana á sama tíma, þá er mjög einfalt að stofna og starfrækja leiðir til að fjarlægja fótbúnað og taka við honum. Sokkar ættu að vera settir inn í skó barnanna og raðaðir upp við vegg. Og ef að einhver börn verða treg að losa sig við skóna sína og sokka, þá getur þú hvatt þau til þess með hugtökum eins og “berfættur tími” eða fyrir yngri börn “tásu tími”. Þau verða að sjálfsögðu áhugsamari um þetta ef þú ferð líka úr skónum þínum og sokkum.

Ef að börnin eru ennþá treg til þess að vera berfætt (og meira að segja jafnvel ef þau eru það ekki), bjóddu þeim þá skynbragðs upplifun svipaðri þeim sem þú sérð í nokkrum af frábæru myndböndunum sem ég hef deilt á Facebook (hér og hér). Í þeim þá ganga börn berfætt í gegnum plast tunnur sem eru fylltar af mörgum mismunandi áferðum, þar á meðal vatni, sápuvatni, sandi, laufum og fleiri. Það eru ansi fá börn í heiminum sem myndu standast slíka freistingu!