Kvíði getur verið ótrúlega erfiður viðureignar; hann er ótrúlega flókinn, einstaklega persónulegur, og það er virkilega, virkilega erfitt að spá fyrir um hann. Það koma tímar þar sem að við höldum að kvíða okkar sé einungis að finna í baksýnisspeglinum – að við séum loksins komin einu skrefi fyrir framan hann – en óhjákvæmilega þá breytist eitthvað og við erum aftur komin á hælana, og þurfum að berjast fyrir því að komast aftur á stað þar sem við upplifum frið og ró.

Við erum öll að reyna læra inn á okkar eigin kvíða og þess vegna getur verið ótrúlega valdeflandi að fá að vita nákvæmlega hvernig taugakerfið okkar virkar – og hvað við getum gert til að róa það.

En hvað þýðir það í raun og veru að róa taugakerfið þitt? Margir myndu segja að það væri að hægja á hjartslættinum, dýpka andardráttinn, slaka á mismunandi vöðvum – en hvernig notum við þetta nákvæmlega í tengingu við heilann?

Leyfðu mér að kynna þig fyrir vagus tauginni!

Vagus taugin er sá hluti líkamans sem virðist útskýra hvernig hugurinn stjórnar líkamanum, hvernig líkaminn okkar hefur áhrif á huga okkar og gæti gefið okkur réttu aðferðirnar til að róa bæði.

 Hvað er vagus taugin og af hverju ætti hún að skipta mig máli?

Vagus taugin liggur frá botni heilans niður gegnum hálsinn og svo kvíslast hún út í bringuna og teygir sig alla leið niður í maga. Orðið “vagus” þýðir í raun “ráfandi” á Latínu – og það er nákvæmlega það sem vagus taugin gerir, hún ráfar niður líkamann, snertandi hjartað og næstum öll mikilvægustu líffæri líkamans á leiðinni. Taugin hefur alltaf verið talin vera “ótrúlegt innra skynkerfi” þar sem að það vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, blóðrásarkerfinu, og meira að segja raddböndunum. Er taugin fara að skipta þig máli núna?

Þú ert ekki ein/-n um að hafa ekki heyrt um vagus taugina. Það er kannski vegna þess að vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvernig taugin virkar, þrátt fyrir að þeir viti að hún gegni mörgum mikilvægum verkum. Það sem við vitum er að vagus taugin stýrir miklu af úttaugakerfinu, sem er líka þekkt sem “hvíla sig og melta” viðbrögðin vegna getu þess til að hægja á púlsinum okkar og lækka blóðþrýsting. Vagus taugin er líka mikilvægur liður í þarma-heila ásnum, sem er orðið ansi stórt mál í heilsuheiminum.

Hvernig hefur vagus taugin áhrif á heilsu mína?

Árið 1921 uppgötvaði þýskur lífeðlisfræðingur fyrstur manna að við það að örva vagus taugina þá hægðist á hjartslættinum með því að sleppa frá sér efni sem hann kallaði Vagusstoff (vagus efni). Síðar var komist að því að þetta efni var í raun asetýlkólín – mikilvægt taugaboðefni í taugakerfinu okkar. Síðan þá hafa vísindamenn komist að miklu meira um vagus taugina og hlutverk hennar í þó nokkrum mismunandi sjúkdómum og líka mikilvægum kerfum líkamans. Sem dæmi má nefna að rafræn örvun á tauginni hefur þær afleiðingar að það dregur úr fjölda flogakasta og hjálpar við þunglyndis einkenni. Vagal tónn – sem er hversu sterk vagus taugin þín er – getur verið tengdur við bólgur, ónæmiskerfið, meltingu og tilfinningalega líðan. Og við vitum öll að þetta eru einstaklega mikilvæg atriði.

Svo hvaða þýðingu hefur vagus taugin fyrir andlega heilsu? Lágur vagal tónn er tengdur við slæma líðan og athyglisgáfu, bólgur, þunglyndi, og er meira að segja notaður sem mælikvarði fyrir hversu viðkvæm manneskja er fyrir streitu. Á meðan þá er heilbrigður vagal tónn tengdur við akkúrat öfugt: tilfinningalegt og andlegt jafnvægi. Sumar rannsóknir hafa meira að segja sýnt að aukning á vagal tón getur aðstoðað við meðferð á fíknum og á vissum þrám (e. cravings). Þar sem að við vitum þetta, þá gæti verið kominn tími fyrir okkur öll að læra mikið meira um þennan einstaklega mikilvæga hluta líkamans.

Get ég styrkt vagus taugina mína sjálf/-ur?

Ertu að velta fyrir þér hvort þú getir styrkt vagus taugina þína og fengið betri heilsu fyrir vikið? Ef svo er þá mun svarið koma þér skemmtilega á óvart! Margir sálfræðingar, taugafræðingar, og heilsusérfræðingar segja einmitt að við getum nýtt okkur kraft vagus taugarinnar til þess að bæta andlegu heilsuna okkar. Hann Christopher Bergland skrifaði í Psychology Today að “Vagusstoff (asetýlkólín) er eins og deyfilyf sem þú getur gefið sjálfur þér einfaldlega með því að taka því rólega og anda djúpt með þindinni.” Með öðrum orðum þá hefur vagus taugin allt að gera með öndunina okkar – það er engin furða að það að tengja sig við öndun sína sé meginregla í bæði yoga og hugleiðslu. En fyrir utan öndun þá eru margar aðrar leiðir til þess að þjálfa vagus taugina þína, og hún þarf heldur betur á því að halda. Hérna eru sex leiðir til að þjálfa vagus taugina, leiðir sem munu sjálfkrafa hjálpa þér að verjast gegn kvíða og streitu.

1. Söngur og tónlist

Rannsóknir sýna að söngur hefur líffræðilega róandi áhrif, sem er algjörlega tengt vagus tauginni. Þetta getur verið allt frá rólegri möntru yfir í kyrja og alveg upp í að öskra upphálds ’90s lagið þitt.

2. Hlátur

Í rannsóknum þá hefur ein af aukaverkunum þess að örva vagus taugina í börnum með flogaveiki verið að þau fara í óstjórnlegt hláturskast. Og þrátt fyrir að þetta séu ekki óska aukaverkanir fyrir klíníska rannsókn, þá sýnir þetta að hlátur er tengdur við örvun á vagus tauginni. Svo hlæðu og hlæðu oft; það eru svo margir sannreyndir ávinningar af því!

3. Fasta með hléum (e. Intermittent fasting)

Sumar rannsóknir benda til þess að fasta og takmörkun matarneyslu getur virkjað vagus taugina, og þegar allir aðrir heilsufarslegu ávinningarnir eru skoðaðir þá eru reglulegar föstur pottþétt eitthvað til að skoða.

4. Biofeedback.

Biofeedback tæki, þá sérstaklega hjartsláttar breytileika biofeedback tæki, er ótrúleg tegund af tækni sem virkar þannig að hún sýnir þér myndrænt hvað er að gerast inni í líkamanum. Með þessu getur viðkomandi betur skilið líffræðilegu áhrif þess að stunda djúpöndun og slökunaræfingar. Vagus taugin spilar stórt hlutverk í stjórnun öndunnar og hversu breytilegur hjartslátturinn er, svo að þetta getur verið skemmtileg leið til að æfa taugina.

5. Kuldinn

Rannsóknir hafa sýnt að það að leyfa líkamanum að verða kalt verður til þess að sefkerfis virkni eykst, sem við vitum að er mótað af vagus tauginni. Svo ef þú hefur aldrei ekki kynnt þér kosti þess að fara í sturtu og nota heitt og kalt til skiptis, þá gæti vagus taugin verið góð ástæða.

6. Velviljaðar bakteríur og gerlar (e. Probiotics)

Við vitum nú þegar að vagus taugin spilar stórt hlutverk í þarma-heila ásnum, en þökk sé vísindum þá vitum við nú að örverur í þörmunum geta virkjað vagus taugina. Eins og þú getur ímyndað þér þá spilar þetta stórt hlutverk í heila okkar og hegðun – svona ef þú skildir þurfa enn aðra ástæðu til að fjárfesta í góðum velviljuðum bakteríum og gerlum (e. Probiotics).