Það getur verið að jóga og hugleiðsla geri meira en bara hjálpa þér að slaka á í augnablikinu. Ný rannsókn bendir til þess að jóga, hugleiðsla og aðrar æfingar gerðar í núvitund geti í raun og veru snúið við streitu-breytingum í genunum sem eru tengdar við slæma heilsu og þunglyndi.

Írannsókn, sem var birt í Frontiers in Immunology, skoðuðu breskir rannsakendur niðurstöðurnar úr 18 gömlum rannsóknum á líffræðilegum áhrifum hugleiðslu, jóga, öndunaræfinga, Qi gong og Tai Chi. Höfundarnir eru sammála um að niðurstöðurnar sýna að þessar æfingar bæla áhrif frá genum sem leiða til bólgu í líkamanum.

Bólgur í líkamanum geta tímabundið aukið ónæmiskerfi líkamans, og geta varið gegn sýkingum og meiðslum. En í samfélagi nútímans, þar sem að streita er aðallega sköpuð hugarfarslega en ekki líkamlega, þá geta bólgumyndandi viðbrögð líkamans orðið krónísk og geta skaðað bæði líkamlega og andlega heilsu.

Rannsakendurnir komust að því að fólk sem stundar þessar æfingar reglulega voru með minni bólgueinkenni, þar á meðal var minni framleiðsla af bólgueyðandi próteinum í líkamanum. Þetta gefur til kynna að ástundunin snúi við áhrifum streitu alveg niður að sameindum líkamans, sem dregur úr áhættunni af bólgutengdum sjúkdómum og bólgum almennt.

Umhverfi viðkomandi og lífstíll geta haft áhrif á hvaða genum er kveikt og slökkt á, sem getur haft raunveruleg áhrif á áhættu á sjúkdómum, langlífi og meira að segja hvaða einkenni berast til komandi kynslóða. Streituvaldandi atburðir geta valdið ‘berjast-eða-flýja’ (e. fight-or-flight) viðbrögðum og leitt af sér keðjuverkun af streitutengdum breytingum í líkamanum – þar á meðal getur það virkjað viss gen sem eru hluti af framleiðslu próteina sem valda bólgu í líkamanum.

Niðurstöðurnar komu Ivana Buric, PhD nema í rannsóknarstofu Coventry University’s Brain, Belief and Behaviour Lab, sérstaklega á óvart: “Sitjandi hugleiðsla er mjög ólík jóga eða Tai Chi, en allar þessar æfingar – þegar þær eru ástundaðar reglulega – virðast draga úr virkni gena sem framleiða bólgur í líkamanum.”

 

Ivana segir að það séu nú þegar til rannsóknir sem sýna fram á að núvitundar ástundun “valdi því að heilinn stýri DNA virkni okkar meðfram leiðum sem auka á vellíðan okkar. Með því að búa til heilbrigð vanamunstur fyrir hvern dag, þá getum við búið til gena virkni munstur sem er mun betri fyrir heilsu okkar.”

“Meira að segja bara 15 mínútur af núvitundar æfingum á dag virðast skila árangri.” segir Ivana.

 

Mögulega eru þetta best vörðu 15 mínútur dagsins – þar sem þetta skilar sér í allt annað.