Mark Hyman læknir skrifaði grein á blogg sitt um virkni magnesíum – og hér er það helsta úr þeirri grein.

Skortur á þessu mikilvæga steinefni gerir þig tvöfalt líklegri til að deyja heldur en annað fólk, samkvæmt rannsókn sem birt var í The Journal of Intensive Care Medicine.(i) Það er langur listi af einkennum og sjúkdómum sem má á einfaldan hátt losna við með því að bæta þessu næringarefni við í mataræðið. Magnesíum. Og það er alveg fullt af því í kakói.

Já þetta gæti eiginlega bara verið eitt “best geymda! leyndar málið í baráttunni gegn veikindum. Samt er allt að helmingi fólks sem skortir það og veit ekki af því.

KRAFTUR MAGNESÍUMS OG ÞAÐ SEM ÞAÐ GETUR GERT FYRIR ÞIG.

Magnesíum virkar sem mótvægi við streitu – og er kraftmesta slökunar steinefnið sem þú getur fundið – og það hjálpar til við að bæta gæði svefns.

Mér finnst fyndið að læknar séu ekki betur meðvitaðir um það. Þetta er samt notað svo oft. Á slysastofunni sem ég vann, þá var það notað til að lækna fólk með óreglulega hjartslátt, fólk með harðlífi fékk það, óléttar konur sem voru líklegar til að fæða fyrir tímann fengu það – og þeir sem voru með of háan blóðþrýsting.

I find it very funny that more doctors aren’t clued in to the benefits of magnesium, because we use it all the time in conventional medicine. But we never stop to think about why or how important it is to our general health or why it helps our bodies function better.

 

Slökunar Steinefnið

Það er hægt að hugsa um magnesíum sem slökunar steinefnið. Allt sem er stíft, pirrandi eða kippist til – hvort sem að það er líkamshluti eða jafnvel skapið – er merki þess að um magnesíum skort sé að ræða.

Þetta lífsnauðsynlega steinefni ber ábyrgð á meira en 300 ensím viðbrögðum og finnst í öllum vefjum líkamans – en aðallega í beinum, vöðvum og heila. Þú verður að hafa magnesíum svo að frumurnar þínar geti framkallað orku, svo að fjöldinn allur af stöðvum sem dreifa efnum um líkamann virka, svo að himnur nái stöðugleika og til að hjálpa vöðvum að slaka á.

Hvenær var síðasta skiptið sem þú fékk þér góðan skammt af þara, hnetum, grænu grænmeti og baunum? Hvað með kakó  sem hefur hæsta magn af nokkru öðru matvæli af magnesíum? 

Þess vegna er listinn sem er tengdur við magnesíum skort svona rosalega langur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það eru meira en 3500 læknisfræðilegar tilvísanir í magnesíum skort!

Þrátt fyrir það þá er þetta steinefni að mestu leyti hunsað því að þetta er ekki læknislyf, þrátt fyrir að magnesíum sé MIKIÐ öflugra en læknislyf í mörgum tilvikum. Þess vegna er það notað á spítölum í lífshættulegum og neyðartilvikum, eins og við flogaköstum og hjartavanda.

Þú gætir þjáðst af magnesíum skorti ef að þú hefur eitthvað af eftirfarandi einkennum:

 • Vöðvakrampar eða -víbringur
 • Erfitt með að sofna
 • Pirringur í líkamanum
 • Viðkvæmni fyrir háværum hljóðum
 • Kvíði
 • Einhverfa
 • Athyglisbrestur
 • Hjartsláttarónot
 • Hjartaöng (e. Angina)
 • Hægðatregða
 • Endaþarmskrampar
 • Hausverkir
 • Mígreni
 • Vefjagift
 • Krónísk þreyta
 • Astmi
 • Nýrnasteinar
 • Sykursýki
 • Offita
 • Beinþynning
 • Hár blóðþrýstingur
 • Fyrirtíðaspenna
 • Túrverkir
 • Ofvirk þvagblaðra
 • Iðraólga (e. Irritable bowel syndrome)
 • Brjóstsviði
 • Erfitt með að kyngja

Magnesíum skortur hefur meira að segja verið tengdur við bólgur í líkamanum og hærri CRP gildi.

Í vestrænu þjóðfélagi þá er magnesíum skortur stórt vandamál. Miðað við hóflegar mælingar (blóð, eða sermi, magnesíum gildi), þá þjást 65% sjúklinga sem koma á bráðamóttöku spítala – og u.þ.b. 15% af almenningi – af magnesíum skorti.

En við vanmetum vandamálið með þessum tölum, því að magnesíum sermi gildin eru MINNST greinilega leiðin til að komast að því hversu mikið magnesíum er í öllum líkamanum. Svo að prósentuhlutfall þeirra sem þjást af magnesíum skorti gæti verið ennþá hærra.

Ástæðan fyrir skortinum er mjög einföld: Mörg okkar borða dagsdaglega mat sem inniheldur næstum ekkert magnesíum – mat sem er mikið unninn, mest megnis hvítt hveiti, kjöt, og mjólkurvörur (sem inniheldur ekki magnesíum).

Nútímalíferni gerir sitt besta til að losa okkur við það litla af magnesíumi sem við fáum í mataræði okkar. Magnesíum gildi lækka við of mikla neyslu áfengis, salts, kaffi, fosfórsýru í kóla drykkjum, mikla svitamyndun, langvarandi eða mikla streytu, krónískan niðurgang, of miklar tíðir, þvagræsilyf, sýklalyf og önnur læknalyf, og sum snýkjudýr í þörmum. Td. þá var ein rannsókn í Kosóvó sem sýndi fram á að fólk sem var hrjáð af krónískri stríðsstreitu missti stóra skammta af magnesíumi í gegnum þvagið þeirra.

Það sem flækir málin enn frekar er að magnesíum á það til að frásogast illa og það er auðvelt að tapa því úr líkamanum. Til þess að magnesíum frásogist almennilega þá þurfum við mikið af því í mataræði okkar, og þar að auki nóg af B6 og D vítamínum og seleníum til að tryggja að við njótum í raun góðs af magnesíuminu sem við innbyrðum.

Niðurstöður nýlegrar magnesíum rannsóknar voru: ,,Það er virkilega leiðinlegt að sjá að það sé almennur skortur á svona ódýru næringarefni, sem er með jafn lítil eituráhrif. Skorturinn leiðir af sér sjúkdóma sem valda ómælanlegum sársauka og kostnaði um allan heim.” Ég hefði ekki getað sagt það betur sjálfur.

Það er erfitt að mæla og meta, en magnesíum skortur er ástæðan fyrir því að ótal manns þjást – og það er einfalt að lagfæra það. Svo ef þú þjáist af einhverjum af þessum einkennum sem ég hef minnst á eða hefur eitthvað af sjúkdómunum sem ég taldi upp hér fyrir ofan þá skaltu ekki hafa áhyggjur – það er einfalt að laga það!