Christopher Bergland skrifað grein á Psychology Today sem fjallar um núvitund og vagus taugina sem við ákváðum að þýða:

Í morgun þá tók ég eftir spennandi fylgni á milli tveggja nýrra rannsókna sem komust að því hvor fyrir sig að það hefur verulega góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu að hámarka virku heilatengslin í sjálfgefna stillingarnetinu (e. default mode network (DMN)). En það er kerfið í heilanum sem við notum þegar við erum á “auto-pilot” og ekki sérstaklega að gefa gaum að aðstæðum okkar.

Fyrsta rannsóknin komst að því hægt væri að draga verulega úr alvarleika þunglyndis með því að örva vagus taugina. Seinni rannsóknin komst að því að núvitundar hugleiðslur (sjá einnig gjörhygli/árverkni) hámarka einnig virku tengslin í DMN sem minnkar bólgur í líkamanum og verða til þess að heilinn eigi auðveldara með að höndla streitu og kvíða.

Eftir að hafa lesið fjöldan allan af nýjum rannsóknum á meðan ég drakk kaffið mitt í morgun þá fékk ég svona ‘aha’ augnablik þegar ég áttaði mig á því að þessar tvær rannsóknir – sem voru báðar birtar í Bilogical Psychiatry – eru að nota svipuð orð til að lýsa mjög ólíkum rannsóknum.

Báðar greinarnar bjóða upp á heilsusamlegar og heildrænar leiðir til að hámarka virku tengsl DMN án þess að nota lyf, leiðir sem bæta andlega og líkamlega líðan.

Vagus Tauga Örvun Án Skurðagerða (e. Non-Invasive) Getur Dregið Verulega Úr Þunglyndi

Wellcome Library/Public Domain
Vagus taugin vafrar allt frá heila þínum niður í þarma sem hluti af endurgjafa hringrás og ,,þarma-heila ásnum”.

Fyrsta rannsóknin notaði nýjan vagus tauga örvara (tVNS), sem þarfnast ekki skurðaðgerðar til að nota, til að auka virku tengsl DMN sem dregur úr einkennum meiriháttar þunglyndisröskunar (e. major depressive disorder (MDD))

Febrúar 2016 rannsóknin, “Transcutaneous Vagus Nerve Stimulation Modulates Default Mode Network in Major Depressive Disorder,” var birt í Biological Psychiatry. Þessi rannsókn var samstarf milli China Academy of Chinese Medical Sciences og Harward Medical School.

Raunverulega byltingin sem kom í kjölfarið á þessari rannsókn var nýi vagus taugja örvarinn (VNS) sem er ódýr og krefst ekki skurðaðgerðar til notkunar. Tækið situr í eyranu eins og heyrnatól. Hefðbundna VNS tækið framkallar taugaörvun sem hefur verið notuð til að létta á einkennum þunglyndis þegar aðrar meðferðir hafa ekki borið árangur. Þetta hefðbundna VNS tæki er venjulega dýrt og krefst taugaskurðaðgerðar, sem getur verið hættuleg, til að koma tækinu fyrir.

Þegar þau tilkynntu þetta til fjölmiðla þá sagði Peijing Rong, aðalhöfundur rannsóknarinnar: “Þessi meðferð við þunglyndi krefst ekki skurðaðgerðar, er örugg og ódýr og getur dregið virkilega úr alvarleika þunglyndis í sjúklingum og lofar góðu þegar kemur að framtíðarnotkun.”

Núvitundar Hugleiðsla Breytir Heilatengslum Sjálfgefna Stillingarnetsins (DMN)

Seinni rannsóknin greinir frá því að ástundun á núvitundar hugleiðslu bætir virku tengsl DMN sem lækkar lífmerki bólgna í líkamanum (Interleukin-6) á meðan það eykur framkvæmdagetu og varnir gegn streitu.

Andreashorn/Wikimedia Commons
DMN er gulu hlutarnir og svo eru heilatengingar sýndar í öðrum litum.

Carnegie Mellon University (CMU) rannsakendur komust að því hvernig núvitundar hugleiðsla hámarkar heilatengingar og minnkar stress. Heilaskannanirnar sem voru gerðar á fMRI skanna sýna að núvitundar hugsleiðslu ástundun eykur virku tengsl hvíldar DMN hjá þáttakendum á svæðum sem tengjast beint við athygli og framkvæmdagetu.

 

Þátttakendur í þeirri rannsókn sem voru sett á ákaft núvitundar hugleiðslu námskeið upplifðu mælanlegar breytingar í virkum tengslum og það dró úr Interleukin-6 sem minnkaði bólgur í líkamanum. Þátttakendur sem slökuðu á, en þjálfuðu sig ekki í núvitundar hugleiðslu, fengu ekki sömu niðurstöður.

Í fréttatilkynningu frá rannsakendum þá sagði  David Creswell aðalhöfundur rannsóknarinnar:

“Við teljum að heilabreytingarnar (sem núvitundar hugleiðsla áorkar) gefa taugalíffræðilegt merki fyrir aukna framkvæmdagetu og varnir gegn streitu, á svo háu stigi, að núvitundar hugleiðsla eykur getu heilans til þess að forðast streitu og að þessar breytingar hjálpa líkamanum að verjast fjöldan allan af streitutengdum vandamálum sem geta komið upp, eins og td bólgur í líkamanum.”

Niðurstaða: Núvitundar Hugleiðsla og Vagus Tauga Örvun Mynda Dýnamískt Tvíeyki

Sá hluti sem er mest heillandi við þessar rannsóknir er möguleikinn á að sameina núvitundar hugleiðslu með nýja taugaörvunartækinu sem krefst ekki skurðaðgerðar til að nota, til að búa til tvöföld áhrif sem munu leiða til mjög breiðvirks heilsuávinnings, bæði líkamlega og andlega.

Sem stendur hlusta ég á ‘Om/Aum’ playlista á iTunes þegar ég ástunda mína daglegu núvitundar hugleiðslu. Ég get auðveldlega ímyndað mér að setja í staðinn nýja VNS tækið (sem örvar vagus taugina), sem er alveg eins og að vera með heyrnatól í eyrunum, á meðan ég er að hugleiða svo að ég uppskeri alla ávinninga beggja aðferða samstundis.

Báðar þessar rannsóknir bjóða upp á ódýra og áhrifaríka leið til að bæta heilsu fólks án þess að nota lyf eða skurðaðgerðir. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessara heillandi tengingar vagus taugarinnar, núvitundar hugleiðslu og DMN.

Ef þið viljið lesa meira um þetta viðfangsefni þá getið þið skoðað Psychology Today bloggin mín: