Líklega kemst enginn upp með að taka ekki einhverja afstöðu til áfengis í samfélagi dagsins í dag. Allir með sínar reglur og standarda. Sama hvort það er edrúmennska, hófdrykkja, alkóhólismi eða hvað annað.

Það var Keith Richards í Rolling Stones sem sagði í ævisögu sinni: “Fimleikalistirnar sem við förum í gegnum bara til að vera ekki við sjálf í nokkra klukkutíma!”

Sjálfur varð ég alltaf frekar hissa þegar ég vaknaði þynnkunni – og spurði sjálfan mig hverju ég hefði ætlað að áorka sem réttlætti þessa líðan. Pælingarnar náðu yfirleitt ekki lengra en næsta skipti sem ég drakk – en svo allt í einu – fór ég að fikta við pásu – sem einfaldlega stendur enn í dag. Henni sé ég ekki eftir.

Myndun krabbameins

Við höfum vitað í þónokkurn tíma að meira að segja það að fá sér drykk af og til geti haft með sér í för slæmu afleiðingar áfengisins, og sumar rannsóknir hafa meira að segja tengt áfengi við myndun krabbameins. Skv. Guardian kemur í ljós að af þeim 200 tegundum krabbameins sem eru til – þá kemur alkahól að tveimur algengustu tilfellunum, brjósta- og ristilkrabbameini.

Heilinn fer illa út.

Í rannsókn sem var birt í júlí 2017 í læknaritinu The BMJ sýndu rannsakendur fram á sannanir þess að áfengi hafi mjög slæm áhrif á viss svæði heilans. Viðkomandi svæði í heilanum rýrnuðu bókstaflega, þá sérstaklega svæði sem geymir minningar okkar. Þau sem voru í mestri hættu var fólk sem drakk að meðaltali 17 drykki eða meira af áfengi á viku, en meira að segja fólk sem drakk hóflega var með mælanlegar breytingar á heilastarfsemi.

Þessi rannsókn bendir einnig á að þau sem drekka reglulega og upplifa með því samfellda rýrnun á vissum svæðum heilans, munu lenda í því að áhrif rýrnunarinnar í raun margfaldast með tímanum, sem mun leiða til alvarlegra heilsuvandamála þegar við eldumst.

Að því sögðu er áfengisdrykkja auðvitað mál hvers og eins – en ekki sakar að vera meðvitaður um öll áhrif þess.