Hvað er þetta 100% kakó? Af hverju á ég skyndilega að drekka það? Er það ekki allt of biturt á bragðið?

Ég vissi ekkert hvað kakó var þegar ég fékk mér það fyrst – en fannst það ekki gott á bragðið. Samt gerðist eitthvað. Ég byrjaði að finna þessar jákvæðu góðu kenndir. Ég varð kreatívur. Fann vilja til að tengjast sjálfum mér. Sjálfsást.

Það sem ég hef síðan komist að …

Að fá sér bolla af 100% súkkulaði er náttúruleg leið til slökunar og vellíðunar. Súkkulaði örvar kreatíva hugsun, mýkir hjartað og færir jafnvægi á taugakerfið. Súkkulaði hefur verið þekkt sem ástarfæðan – eða alsælufæðan. Aðalatriðið við að drekka bolla er að stilla sig inn á þakklæti. Já  þetta –  af hverju lífið er  þroskandi, krefjandi, gott, æðislegt, frábært. Ásetningurinn er sterkasta aflið okkar. Kakóið styrkir og bætir þig í því ferðalagi.

Þú finnur best hvernig kakó fer í þig með því að prófa það – en fjöldi rannsókna styðja við virkni þess. Hér eru ávinningarnir og vísindin á bakvið kakó.

  • Dregur úr kvíða og streitu.
  • Bætir skap og eykur hamingju.
  • Jákvæð áhrif á matarlyst og styður við þyngdartap.
  • Eykur kynferðislega getu.
  • Styrkir ónæmiskerfið
  • Dregur úr hættu á of háum blóðþrýsting og æðasjúkdómum.
  • Ýtir undir framleiðslu testósteróns.
  • Eitt mesta magn andoxunarefna í náttúrulegri fæðu.

DREGUR ÚR KVÍÐA OG STREITU

Það hefur sýnt sig að flavanóíða hlutfall í kakói lækkar kortisól, streituhormónið, hjá þeim sem eru með kvíða. Rannsókn í University of Bern [3] sýndi að þegar körlum var gefið 50 grömm af 72% súkkulaði – lækkaði það streituviðbragð töluvert – þegar þeir fengust við streituvaldandi hluti eins og starfsviðtal eða stærfræðiprófi – í samanburði við þá sem ekki fengu súkkulaði. Höfundar rannsóknarinnar sögðu að flavonóíða ríkt súkkulaðið hefði haft bein áhrif á nýrnahetturnar – og þar með dregið úr streitu.

Á sama hátt komust rannsakendur í Berlín [9] að því að með 40 grömmum af kakói í 14 daga – hefðu þeir lækkað kortisól magn í líkamanum – nánar tiltekið dregið úr magni fjölskylda hormóna sem kallast katekólamín – og er steituvaldandi. Ekki nóg með það heldur bætti það þarmaflóruna og kom jafnvægi á efnaskipti líkamans.

JÁKVÆÐ ÁHRIF Á MATARLYST OG STYÐUR VIÐ ÞYNGDARTAP

Kakó styður við þyngdartap. Rannsakendur í Kaupmannahafnarháskóla [6] fundu út að kakó dró úr sætindalöngun – og þátttakendur voru ólíklegri til að fá sér saltan eða feitan mat eftir að hafa fengið kakó.
Þar sem kakó-baunin er full af steinefnum eins og magnesíum, zink og kalsíum – þá styður hún við framleiðslu testósteróns. Rannsókn eins og sú sem var framkvæmd af Renal Failure [7] sýndi að þá eykur zink ekki aðeins magn testósteróns heldur styður líka við lútín-hormón líkamans – sem stýrir framleiðslu testósteróns.

BÆTIR SKAP OG EYKUR HAMINGJU

Þrjú efni hafa sérstaklega áhrif á skap og hamingju í kakói: PEA, MAO blokkarar og Anandamíð.

PEA eða fenýletýlamín er tengt nýrnahettunum – og er líka framleitt í heilanum þegar við verðum ástfangin. Þetta er ástæðan fyrir því að ástin og súkkulaðið eiga sér svona djúpa tengingu. PEA eykur líka fókus og árvekni.

MAO blokkarar í kakói leyfa serótóníni og öðrum taugaboðefnum að flæða um heilann. Þeir draga úr matarlyst – en helsta fegurð þeirra er að. skv. Dr. Gabriel Cousens, að þá ýta MAO blokkerar undir æsku og endurnýjun.

Ananadamíð – Alsælu-efnið:  Er taugaboðefni sem var einangrað í súkkulaði af taugavísindamanninum Daniel Piomelli árið 1996. Hann komst að því að anandamíð er ákveðin tegund af lípíði sem er þekkt sem “alsælu-efnið” – af því líkaminn losar um það þegar okkar líður frábærlega. Anandamíð er dregið af  orðinu”ananda” í Sanskrít  sem merkir alsæla.

EYKUR KYNFERÐISLEGA GETU

Arginín hefur verið kallað “Viagra náttúrunnar” – en það er amínósýra sem eykur kynferðislega getu með því að auka blóðflæði um líkamann. Mikið magn er af arginíni í kakói.

DREGUR ÚR HÆTTU Á OF HÁUM BLÓÐÞRÝSTING OG ÆÐASJÚKDÓMUM

100% kakó er stútfullt af steinefnum eins og magnesíum, kopar, krómi og öðrum steinefnum. Þessi blanda hjálpar til við að draga úr hættu á of háum blóðþrýsting og æðasjúkdómum. [2] Að auki er hæfilegt magn trefja í kakói. Rannsókn í American Journal of Clinical Nutrion [4] sýndi að þegar heilbrigðum sjálfboðaliðum var gefið 100 grömm af polyphenól ríku kakói yfir 15 daga tímabil, þá minnkaði insúlín viðnám og blóðþrýstingur lækkaði.

Í rannsókn Mostofsky [5] kom í ljós á rannsókn á 31.000 konum, að með því að fá sér súkkulaði 1-2 í viku, sýndi lægri tíðni hjartabilana. Flavanóíðar í súkkulaðinu lækka blóðþrýsting og magn LDL – eða “slæma” kólestrólsins með því að koma í veg fyrir að kólestrolið oxist og stífli að endingu æðar. Kakó er með fleiri flavanóíða heldur en flestar aðrar plöntur og er með fjölda einstakra flavanóíða – mun fleiri en finnast í rauðvíni, eða grænu tei – samkvæmt Pennington Biomedical Research Center.

ÝTIR UNDIR FRAMLEIÐSLU TESTÓSTERONS

Á sama hátt sýndi rannsókn Cinar et al [8] að magnesíum ýtir undir framleiðslu testósteróns. Rannsókn á keppendum í Tae Kwon do – sýndi að 10 milligrömm af magnesíum, pr. kíló af líkamsþyngd, tekið daglega í 4 vikur – ýtti verulega undir testósterón framleiðslu. Að auki lækkar streituhormónið kortisól testósterón framleiðslu – en kakó dregur úr áhrifum kortisól. (Sjá frh. í Styrkir Ónæmiskerfið)

STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ

Sem náttúruleg planta er kakó baunin með hátt hlutfall flavónóíða – þetta eru lífefnafræðilega virk andoxunarefni sem finnast í plöntunni [3] Helstu hlutfall flavónóíðarnir eru epicatechin, catechin og procyanidinsepicatechin. Flavanóíðar eru hluti plöntu sem gefa ávöxtum, grænmeti og blómum lit – og vernda þær gegn sýkingum. Þegar fólk neytir flavanóíða draga þeir úr bólgum, styðja virkni ónæmiskerfisins – og eyða sindurefnum sem geta eyðilagt frumur – og leitt til alvarlegra sjúkdóma eins og krabbameins og æðakölkunar.

EITT MESTA MAGN ANDOXUNAREFNA Í NÁTTÚRULEGRI FÆÐU

Kakó er flóknasta fæða í heimi. Með meira en 1.200 efnasambönd – þá inniheldur það eitt hæsta magn andoxunarefna náttúrulegrar fæðu. Svo öflugt er það að það inniheldur 15 sinnum fleiri andoxunarefni en bláber, 20 sinnum fleiri en grænt te og 30 sinnum meira en rauðvín.

HIÐ KYNNGIMAGNAÐA THEOBRÓMÍN

Theobrómín er 1-2% hlutfall af kakóbauninni. Það svipar til koffíns – en er 10 sinnum veikara, endist helmingi lengur og hefur ekki áhrif á taugakerfið [10]. Rétt eins og “Theology” er á latnesku “Kenning Guðanna” – þá þýðir “Theobromine”: “Fæða Guðanna”. Theobromine víkkar háræðar líkamans – dregur úr bólgum í líkamanum, og dregur úr líkum á sjúkdómum [10] Það virkar líka sem jákvæð áhrif á vagus taugina, sem er stór hluti af ósjálfráða taugakerfinu, sem stýrir hjartslætti, meltingu og svo framvegis. Theobrómín hefur líka áhrif á hjartað og er því notað til að lækka háan blóðþrýsting. Theobrómín getur slakað á vöðvum í lungunum – og því virkað sem hóstameðal.

Heimildir:

1. Katz, DL et al. Cocoa and Chocolate in Human Health and Disease. ARS. 2011; 15(10): 2779-2811
2. Steinberg FM et al. Cocoa and chocolate flavonoids: implications for cardiovascular health. J Am Diet Assoc. 2003; 103: 215–223
3. Wirtz, PH et al. Dark Chocolate Intake Buffers Stress Reactivity in Humans. Journal of the American College of Cardiology. 2014; 63(21): S. 2297-2299
4. Grassi, D et al. Short-term administration of dark chocolate is followed by a significant increase in insulin sensitivity and a decrease in blood pressure in healthy persons. Am J Clin Nutr. 2005; 81(3): 611-4.
5. Mostofsky, E et al. Chocolate intake and incidence of heart failure: a population-based prospective study of middle-aged and elderly women. Circ Heart Fail. 2010; 3(5): 612-6
6. University of Copenhagen. Dark Chocolate Is More Filling Than Milk Chocolate And Lessens Cravings. ScienceDaily, 23 December 2008
7. Jalali GR et al. Impact of oral zinc therapy on the level of sex hormones in male patients on hemodialysis. Ren Fail. 2010 May;32(4):417-9
8. Cinar V, Polat Y, Baltaci AK, Mogulkoc R. Effects of magnesium supplementation on testosterone levels of athletes and sedentary subjects at rest and after exhaustion. Biol Trace Elem Res.2011;140:18–23
9. Martin, FPJ et al. Metabolic Effects of Dark Chocolate Consumption on Energy, Gut Microbiota, and Stress-Related Metabolism in Free-Living Subjects. J Proteome Res. 2009; 8(12): 5568–5579
10. Eva Martinez, et. al. The relevance of theobromine for the beneficial effects of cocoa consumption. 2015